Allar nudd meðferðir í boði

Paranudd nýgiftu hjónanna

Ekkert jafnast á við klassískt eða afslappandi nudd nýgiftra hjóna. Upplifun í notalegu umhverfi sem veitir slökun og ró. Með sérvöldum ilmkjarnaolíum sem veita einstaka slökun og ilm í sérhönnuðu nuddherbergi fyrir tvo. Báðir nuddarar vinna samhliða því að draga úr streitu og spennu.
(hjónaherbergi aðeins í boði við Suðurlansbraut)


Verð og tímalengd: 60 mín 16.400 kr. á mann (32800 kr. par) 80 mín 17.900 kr. á mann (37800 kr. par)

Sambland af djúpvefja og slökunarnuddi þar sem nuddarinn einbeitir sér að þeim pörtum líkamans sem þurfa á meðferð að halda. Allur líkaminn fær slökunarnudd með sérstakri athygli á á stirð og stíf svæð og þú ferð heim með mjúka og vöðva.

Verð og tímalengd: 30 mín 9500 kr – 50 mín 13500 kr –  60 mín 14500 kr – 80 mín 18500 kr – 90 mín 19800 kr

Slökunarnudd er tegund meðferðar sem leggur áherslu á að róa líkama og huga. Þetta er milt og róandi nudd sem felur í sér ýmsar aðferðir, það er oft notað til að draga úr streitu og spennu og stuðla að almennri slökun

Verð: 30 mín 9.500 kr / 50 mín 13.500 kr / 60 mín 14.500 kr/ 80 mín 18.500 kr / 90 mín 19.500 kr

Þessi meðferð er fullkomin fyrir verki og auma vöðva. Við notum þrýsting til að örva blóðrásina og hjálpum þér að losna við óþarfa spennu, verki og hnúta sem hafa myndast við álag og streitu..

 

Verð og tímalengd: 30 mín 9800 kr  – 50 mín 13800 kr – 60 mín 14800 kr  – 80 mín 18800 kr  – 90 mín 19800 kr

Íþróttanudd getur gegnt mikilvægu hlutverki í lífi hvers íþróttamanns hvort sem um er að ræða meiðsl eða álagsverki. Íþróttanudd hjálpar til við að halda líkamanum í almennt betra ástandi, getur komið í veg fyrir meiðsli og endurheimt hreyfanleika vefjanna. Það hjálpar einnig til við að auka afköst og þar með lengja íþróttaferilinn.

 

Verð og tímalengd: 30 mín 10500 kr – 50 mín 14900 kr  – 60 mín 15800 kr – 80 mín 19800 kr – 90 mín 22000 kr

Þegar þú berð barn undir belti breytist jafnvægi líkamans og streita og stífleiki geta myndast í baki, hálsi, kvið og herðum. Við notum bekk sem er sérhannaður fyrir barnshafandi konur til að auka þægindi. Meðgöngunudd minnkar streitu og spennu, eykur blóðflæði og súrefnisflæði í líkamanum og flytur betur næringu til móður og fósturs. Eitlar hreinsast, ónæmiskerfið styrkist og líkaminn losar sig við eiturefni.

 

Verð og tímalengd: 30 mín 9500 kr – 50 mín 13500 kr – 60 mín 14500 kr – 80 mín 18800 kr

Nudd hefur góð áhrif bæði á líkamann og sálina. Þessi blanda af axla, háls og andlitsnuddi hefur marga kosti. Það örvar blóðflæðið frá öxlum upp í höfuð, frískar upp á andlitið og losar um alla spennu um leið og það veitir einstaka slökun.

 

Verð og tímalengd: 30 mín 9500 kr – 50 mín 13500 kr – 60 mín 14500 kr

Djúpslakandi nudd býður upp á bæði líkamlegan og andlegan ávinning, meðferðaraðilinn beitir stöðugum og miðlungs þrýstingi, notar hæg högg til að miða á lögin og dregur úr spennu í vöðvum og vefjum. Við notumst við blandaðar ilmkjarnaolíur í þessari meðferð stendur og stuðlar að innri vellíðan.

Verð og tímalengd: 30 mín 9800 kr – 50 mín 13800 kr – 60 mín 14800 kr – 80 mín 18800 kr – 90 mín 19800 kr

Ilmkjarnaolíur eru krafmikil náttúruafurð sem er unnin úr plöntum. Nuddarinn notar þær til að örva taugakerfið og hjálpa við afeitrun og slökun.

 

Verð: 50 mín 13500 kr – 60 mín 14500 kr – 80 mín 18800 kr – 90 mín 19800 kr

Meðferðin fer fram í sérhönnuðu paraherbergi þar sem þú getur notið upplifunarinnar með maka þínum eða þeim sem þér þykir vænt um, fullkomin blanda af djúpvefja- og slökunarnuddi hjálpar nuddaranum þínum að finna þann hluta líkamans sem þarfnast meiri athygli. Í þessari meðferð finnur þú að allur líkaminn er afslappaður og í jafnvægi.
(hjónaherbergi aðeins í boði við Suðurlansbraut)

Verð: 50 mín 25800 kr – 60 mín 26800 kr – 80 mín 35800 kr 

Klassískt nudd eða slökunar nudd í notalegu umhverfi með maka eða hverjum þeim sem þér þykir vænt um. Notaðar eru sérvaldar ilmkjarnaolíur sem veita einstaka slökun og ró í sérhönnuðu nuddherbergi fyrir tvo. Báðir nuddarar vinna samhliða til að minnka allt stress og spennu. Innifalið í nuddinu er hreinsun, maski og andlitsnudd.
(hjónaherbergi aðeins í boði við Suðurlansbraut)

Verð og tímalengd: 60 mín 32800 kr á mann – 80 mín 37800 kr. á mann.

Klassískt nudd eða slakandi nudd í notalegu umhverfi. Notaðar eru sérvaldar ilmkjarnaolíur sem veita bæði slökun og ró. Innifalið í lúxusnuddinu er hreinsun, maski og andlitsnudd.

Verð og tímalengd: 50 mín 15800 kr   – 60 mín 16800 kr — 80 mín 19800 kr 

Leyndarmálið að orkumikilli og skínandi húð er body scrub meðferðin okkar. Við notum apríkósukjarna og engifer þykkni til að örva blóðflæðið. Meðferðin bæði hreinsar og fjarlægir dauðar húðfrumur og húðina eftir skínandi hreina og ljómandi. Eftir meðferðina fer kúnninn í sturtu og fær síðan slakandi nudd með ilmkjarnaolíum sem næra húðina.

 

Verð og tímalengd: 50 mín 14800 kr – 60 mín 15800 kr – 80 mín 19800 kr – 90 mín 21400 kr

Það eru vísindalegar sannanir fyrir heilsufarslegum ávinningi af nuddi.

Fótanudd hjálpar þér við að:

 

Takast á við líkamlegar og andlegar áskoranir

Vinna á sársauka

Að slaka.

Stjórna tilfinningum betur

Ná betri svefni.

Verð og tímalengd: 20 mín 6300 kr – 30 mín 8900 kr

Kobido er japanska og þýðir “hin forna leið fegurðar” en í Japan er litið svo á að fegurðin komi frá jafnvægi á milli líkama, hugar og anda. Kobido nudd er ævaforn Japönsk nuddaðferð fyrir andlit sem tekur nuddarann mörg ár að ná tökum á. Meðferðin er framkvæmd á hálsi og andliti með blöndu af hnoði, léttum klipum, rúllum og taktföstum handahreyfingum. Við nuddið eru notuð 100 % náttúruleg efni. Áhrif Kobido nudds á skjólstæðinginn einkennast af dásamlegri slökun og andlegum friði ásamt  því að 

hafa margvísleg önnur áhrif í för með sér:

  • Bætir rakaupptöku húðarinnar
  • Eykur teygjanleika og þéttleika húðarinnar
  • Örvar og losar um þrýsting í andliti
  • Slakar á taugakerfi líkamans
  • Gefur nátturulega andlitslyftingu
  • Vinnur gegn hrukkumyndun
  • Slakar á vöðvaspennu

Kobido nudd tekur venjulega 90 mínútur. Meðferðin hentar húð á öllum aldri, öllum húðgerðum og er auðvitað bæði fyrir konur og karla.

Athugið að ekki er mælt með að þessari meðferð ef einhver af eftirfarandi einkennum/sjúkdómum eru til staðar: hiti, herpes, bólguskemmdir í húð, húðsjúkdómar, ónæmis- og smitsjúkdómar, krabbamein og innkirtlasjúkdómar.

 

Verð og tímalengd: 60 mín 15800 kr   90 mín 19800

Þessi meðferð er notuð til að meðhöndla appelsínuhúð og bólgur í líkamanum. Meðferðin eykur blóðflæði á þeim svæðum sem unnið er með. Aukið blóðfæði í líkamanum hjálpar til við að losa hann við eiturefni og fitufrumur sem hafa safnast saman undir húðinni. Meðferðin gefur húðinni einnig mjúka og fallega áferð.

Verð og tímalengd: 60 mín 18500 kr – 80 mín 21400kr

Hér sameinum við Thailenskt nudd og klassískt heilnudd á okkar sérstaka hátt. Tælenskt nudd losar um stíflaða orkupunkta í líkamanum.
Notað er þrýstipunktanudd með ýmsum aðferðum um allan líkamann, þar á meðal á iljum.

Verð og tímalengd: 50 mín 13800 kr – 60 mín 14.800 kr – 80 mín 18.800 kr 90 min  19.900 kr

Notaðir eru mjúkir upphitaðir steinar. Líkaminn er nuddaður mjúklega með steinum og olíu. Þetta örvar blóðrásina og efnaskipti  ásamt því að draga úr bólgumyndun, verkjum og spennu í líkamanum. Mjög áhrifarík og góð meðferð sem veitir djúpa slökun.

Verð og tímalengd: 50 mín 13800 kr – 60 mín 14800 kr – 80 mín 18800 kr – 90 mín 19800 kr

Önnur Þjónusta

  • Nuddmeðferðir
  • Líkamsmeðferðir
  • Snyrtimeðferðir
  • Rakarastofan
  • Dekurpakkar & tilboð

Það er kominn tími á slökun þegar þú hefur ekki tíma.

Hugsaðu vel um líkaman, þú færð bara einn.

Heilbrigð húð, förðun og bros er oft allt sem þarf.

Upplifðu alvöru rakarastofu stemningu.

Dekur, alltaf góð hugmynd og þú átt það alltaf skilið.