Top 5 helstu ástæður fyrir því að fara reglulega í nudd

Mimos logo only

 5 helstu ástæður þess að þú ættir að fara í nudd reglulega

 

Heilsusamlegir kostir líkamsnudds eru fjölmargir og um það hafa verið skrifaðaðar fjölmargar greinar og jafnvel bækur.  Hér eru aðeins nefndar 5 þeirra en jafnframt þær mikilvægustu.  Nuddmeðferðir hjá hæfum nuddara geta:

Minnkað streitu

Langtímaáhrif streitu geta tekið andlega og líkamlega toll. Nuddmeðferð getur minkað streitu og afleiðingar sem fylgir henni, svo sem spennuhöfuðverkur.

Styrkt ónæmiskerfið

Læknisrannsóknir benda til þess að nuddmeðferð geti hjálpað til við að auka styrk ónæmiskerfisins með því að auka virkni náttúrulegra „drepandi T-frumna“ líkamans sem berjast gegn vírusum.

Bætt andlega heilsu og aukið almenna vellíðan

Rannsóknir benda til þess að góð nuddmeðferð getur dregið úr einkennum streitu, kvíða og þunglyndis. 

Dregið úr verkjum

Sársauki getur haft neikvæð áhrif á lífsgæði einstaklings og hindrað bata eftir veikindi eða meiðsli. Nýlegar niðurstöður rannsókna staðfesta mikilvægi nudds í verkjameðferðum.

Bætt líkamlega hæfni

Bæði afreks íþróttafólk og  sem og aðrir sem stunda hreyfingu  geta notið góðs af nuddmeðferð – nudd getur dregið úr vöðvaspennu, bætt frammistöðu við keppni og æfingar og komið í veg fyrir meiðsli.

 

Bestu kveðjur frá starfsfólki

 

  Mimos Logo Gold