Search
Close this search box.
Heilsa

Mikilvægi góðra svefnvenja.

Mimos logo only

Góður svefn fyrir góða heilsu.

Vertu viss um að þú fáir hvíldina sem þú þarft.

Stundum gefur hraði nútímalífs þér varla tíma til að staldra við og hvíla þig. Það getur jafnvel verið eins og fjarlægur draumur að ná góðum nætursvefn reglulega. En svefn er jafn mikilvægur fyrir góða heilsu og mataræði og hreyfing er. Góður svefn bætir frammistöðu heilans, líðan og heilsu. Það að fá ekki nægan og góðan svefn reglulega eykur hættuna á mörgum sjúkdómum og kvillum. Um er að ræða allt frá hjartasjúkdómum og heilablóðfalli til offitu og heilabilunar er því að er  því fleira að athuhuga hvað varðar góðan svefn en eingöngu fjölda klukkustundanna sem þú sefur.

Heilbrigður svefn felur í sér þrjú meginatriði;

Það fyrsta er hversu mikinn svefn þú færð. Annað eru svefngæðin þ.e. að þú færð ótruflaðan og nærandi svefn og það  þriðja og það síðasta af þessum 3 meginatriðum er réttar svefnvenjur. Fólk sem vinnur næturvaktir eða óreglulegan vinnutíma gæti fundið fyrir því að fá gæðasvefn erfiðleikum háð. Tímabil mikillar streitu – eins og við áfall eða veikindi  getur einnig hæglega truflað eðlilega svefnvenjur okkar. En það er margt sem þú getur gert til að bæta svefninn.

Sofðu til uppbyggingar

Af hverju þurfum við að sofa? Fólk heldur jafnvel að svefn sé bara „tímasóun,“ þegar þreyttur heili fær að hvíla sig. En það er alfarið rangt. Á meðan þú sefur vinnur heilinn þinn. Til dæmis hjálpar svefn að undirbúa heilann við að læra, muna og skapa.Þegar við sofum breytir heilinn algjörlega starfsemi sinni. Heilinn starfar eins og öllur líffæri á meðan við sofum verður næstum eins og nýra sem fjarlægir óæskileg efni  úr kerfinu.Það eru ákveðin viðgerðarferli sem eiga sér stað í líkamanum að mestu eða á áhrifaríkasta hátt meðan þú sefur. Ef þú færð ekki nægan svefn, munu þessi ferli truflast.

Svefn; goðsögn og sannleikur

Hversu mikinn svefn þú þarft breytist með aldrinum. Sérfræðingar mæla með að börn á skólaaldri fái að minnsta kosti níu tíma svefn á hverri nóttu og unglingar fái á milli átta og tíu tíma svefn. Flestir fullorðnir þurfa að minnsta kosti sjö tíma eða meira af svefni á hverri nóttu. Það gætir ýmisskonar misskilnings þegar komið er að svefni. Einn af þeim er sú að fullorðnir þurfa minni svefn eftir því sem þeir eldast. Þetta er ekki rétt. Eldri fullorðnir þurfa sama nætursvefn. En svefngæði geta versnað eftir því sem þú eldist. Eldri fullorðnir eru líka líklegri til að taka lyf sem trufla svefn. Önnur svefn goðsögn er sú að þú getur náð að jafna lítinn svefn þegar að kemur frídögum þínum. Vísindamenn komust að því að þetta er að mestu leyti ekki raunin.Ef þú sefur illa eina slæma nótt og tekur lúr, eða sefur lengur næstu nótt, þá getur það hjálpað segir, en ef þú hefur sofið lítið eða illa í viku þá er helgin ekki nóg til að ná þér. Þetta er ekki heilbrigt munstur.  Í nýlegri rannsókn var fylgst með fólki sem lifði við stöðugan skort á svefni. Sá hópur var borinn saman við annan hóp af fólki sem sem var svefnvana en gat fengið að sofa út um helgina. Báðir hópar fólks þyngdust við svefnleysi. Geta líkama þeirra til að stjórna blóðsykri versnaði einnig. Svefn helgarinnar hjálpaði ekki. Hin hliðin á peningnum er sú að meiri svefn ekki alltaf betri. Fullorðnir sem sofa meira en níu tíma á nóttu og finnst það ekki nægja gætu átt við einhver undirliggjandi læknisfræðileg vandamál.

Svefntruflanir

Sumt fólk hefur aðstæður sem koma í veg fyrir að það fái nægan góðan svefn, sama hversu mikið það reynir. Þessi vandamál eru kölluð svefntruflanir.  Aengasta svefnröskunin er svefnleysi. Svefnleysi er þegar þú átt ítrekað erfitt með að sofna og /eða halda áfram að sofa. Þetta gerist þrátt fyrir að hafa tíma til að sofa og að svefnumhverfið sé gott. Það getur valdið þreytu eða óróleika yfir daginn.Svefnleysi getur varað til skamms tíma, þar sem fólk á erfitt með að sofa í nokkrar vikur eða mánuði. Þónokkrir upplifðu þetta meðan á heimsfaraldri stendur. Það telst langtíma svefnleysi þegar að ástandið varir í þrjá mánuði eða lengur. Kæfisvefn er önnur algeng svefnröskun. Í kæfisvefn stíflast efri öndunarvegur á meðan sofið er. Þetta dregur úr eða stöðvar loftflæði, sem vekur fólk á nóttunni. Ástandið getur verið hættulegt. Ef það er ómeðhöndlað getur það leitt til annarra heilsufarsvandamála. Ef þú átt reglulega í vandræðum með svefn skaltu ræða við heilbrigðisstarfsmann þinn. Þeir gætu látið þig halda svefndagbók til að fylgjast með svefninum þínum í nokkrar vikur. Þeir geta líka keyrt próf, þar á meðal svefnrannsóknir. Þetta leitar að svefntruflunum.

Að ná betri svefn

Ef þú átt í erfiðleikum með svefn getur það verið pirrandi að heyra hversu mikilvægt það er. En einföld atriði geta bætt líkurnar á góðum nætursvefn. Meðferð er í boði við mörgum algengum svefntruflunum. Hugræn atferlismeðferð getur hjálpað mörgum með svefnleysi að ná betri svefni. Lyf geta líka hjálpað sumu fólki. Margir með kæfisvefn njóta góðs af því að nota tæki sem kallast CPAP vél. Þessar vélar halda öndunarveginum opnum svo þú getir andað. Aðrar meðferðir geta falið í sér sérstakar munnhlífar og lífsstílsbreytingar. Gott ráð fyrir alla er gera allt sem hægt er til að tryggja  nægan svefn og setja forgang.

Svefn er nefnilega ekki eitthvað sem maður tekur ekki alvarlega – Svefn er líffræðileg nauðsyn.

 

Bestu kveðjur frá starfsfólki

Mimos Logo Gold

Deila