Fyrirbyggðu og dragðu úr ummerkjum öldrunar
Húðþétting örvar kollagenframleiðslu húðarinnar en kollagen er eitt mikilvægasta uppbyggingarprótein líkamans og húðinni sérlega mikilvægt. Með aldrinum hægir á kollagenframleiðslu húðarinnar og í kjölfarið fer hún að slappast og hrukkur og fínar línur að
myndast. Húðþétting fyrirbyggir og vinnur til baka öldrun húðarinnar með því að hjálpa henni að viðhalda kollagenframleiðslu sinni. Sé meðferðinni beitt á andlit getur hún skerpt andlitsdrætti líkt og kjálkalínu og kinnbein og gefið andlitinu fyllingu og mótun sem tapast með aldrinum.