Radiofrequency - Húðþétting Suðurlandsbraut

Radiofrequency - húðþétting fyrir líkama

Verð og tímalengd: 60 mín – 20000

Radio frequency húðþétting auk  lúxus húðslípunar, skin liftig firm ambúlu frá Comfort Zone og andlitsnuddi. Lyftingarmaski frá Comfort Zone er svo borinn á í lokin.   
 
Verð og tímalengd: 80 mín – 22000 kr

Verð og tímalengd: 5 x 60 mín – 85000 kr

Verð og tímalengd: 10 x 60 mín – 150000 kr

Radio Frequency - Húðþétting

Hvað er Húðþétting?

Húðþétting er öflugasta og áhrifaríkasta meðferðin sem býðst á markaðnum til að byggja upp og þétta slappa húð og vinna burt appelsínuhúð. Meðferðin er framkvæmd með Accent Prime tæki frá Alma Lasers sem byggir á markvissri og öflugri radiofrequency tækni og hefur það framyfir önnur tæki á markaðnum að skila hraðari, dýpri og samfelldari hitun án nokkurs sársauka.

Radiofrequency bylgjurnar frá tækinu koma vatnssameindum í húðinni á hreyfingu og skapa núning þeirra á milli. Núningurinn skapar hita í vefjum líkamans og í ljósi þess hve stór hluti húðarinnar samanstendur af vatni ná vefir að draga sig verulega saman og örva framleiðslu kollagens sem skilar sér í þéttari og stinnari húð. Til að ná sem bestum árangri þarf rakabúskapur líkamans að vera góður og því mikilvægt að huga vel að vatnsdrykkju fyrir og eftir hverja meðferð.

Meðferðin er örugg og sársaukalaus og hentar öllum húðgerðum og aldurshópum.

Lipocontour Ultrasound Cavitation picture
Þéttu og styrktu slappa húð

Húðþétting er þróuð sérstaklega til að styrkja og þétta slappa húð, hvort sem er vegna aldurs, þyngdartaps eða meðgöngu. Meðferðin vinnur djúpt niður í undirlag húðar þar sem hún hjálpar vefjum að draga sig saman og örvar kollagenframleiðslu, en þessir þættir skila sér í þéttari, stinnari og sterkari húð.

Fyrirbyggðu og dragðu úr ummerkjum öldrunar

Húðþétting örvar kollagenframleiðslu húðarinnar en kollagen er eitt mikilvægasta uppbyggingarprótein líkamans og húðinni sérlega mikilvægt. Með aldrinum hægir á kollagenframleiðslu húðarinnar og í kjölfarið fer hún að slappast og hrukkur og fínar línur að

myndast. Húðþétting fyrirbyggir og vinnur til baka öldrun húðarinnar með því að hjálpa henni að viðhalda kollagenframleiðslu sinni. Sé meðferðinni beitt á andlit getur hún skerpt andlitsdrætti líkt og kjálkalínu og kinnbein og gefið andlitinu fyllingu og mótun sem tapast með aldrinum.

radio frequency cavitation scaled 1

Fjöldi meðferða: Áætla má að framkvæma þurfi meðferð í a.m.k. 4-6 skipti til að ná sem bestum árangri. Að lágmarki tvær vikur þurfa að líða á milli meðferða.

Árangur er að koma fram hægt og rólega í allt að 3 mánuði eftir hverja meðferð. Mikilvægt er að heilbrigðum lífstíl sé viðhaldið samhliða meðferðum til að ná sem bestum árangri.

Fyrir meðferð: Til að auka árangur meðferðar er mikilvægt er að drekka vel af vatni, a.m.k. 2 lítra á dag, í allavega 3 daga fyrir meðferð.

Eftir meðferð: Smá roði og bólga geta myndast og varað í 1-2 daga, fer eftir meðferðarsvæði. Mikilvægt er að drekka vel af vatni, a.m.k. 2 lítra á dag, í a.m.k. 3 daga eftir meðferð.

Gott er að bera rakagefandi krem á svæðið tvisvar á dag í viku eftir meðferð. Mælt er með að forðast sund og líkamsrækt samdægurs. Mikilvægt er að nota sterka sólarvörn á í a.m.k. viku eftir meðferð og forðast sól eins og hægt er.

Radio Frequency Skin Tighening Treatment 1
Húðþétting er oft notuð samhliða öðrum meðferðum

Til að ná fram sem mestri virkni er oft gott að blanda saman ólíkum meðferðum með mismunandi áherslur. Hægt er að leita ráðgjafar hjá sérfræðingum Húðfegrunar til að finna þær meðferðasamsetningar sem henta þinni húð best. Dæmi um meðferðir sem henta alltaf vel samhliða Húðþéttingu eru t.d. Ultrasound Fitueyðing þegar um er að ræða líkama eða háls og Hyaluronic Booster þegar um er að ræða andlit.

skin tightening

Önnur þjónusta

  • Nuddmeðferðir
  • Líkamsmeðferðir
  • Snyrtimeðferðir
  • Rakarastofan
  • Dekurpakkar & tilboð

Það er kominn tími á slökun þegar þú hefur ekki tíma.

Hugsaðu vel um líkaman, þú færð bara einn.

Heilbrigð húð, förðun og bros er oft allt sem þarf.

Upplifðu alvöru rakarastofu stemningu.

Dekur, alltaf góð hugmynd og þú átt það alltaf skilið.