Vörulýsing
Ef opnar og áberandi svitaholur eru vandamál þá er Glam Glow Luxury Exfoliating Mask meðferðin einmitt fyrir þig. Þessi meðferð er vinsæl meðal stjarnanna í Hollywood og er notuð til að bæta ásýnd og áferð húðarinnar á fljótlegan hátt. Við byrjum á því að örva húðina með 5 mínútna andlitsnuddi. Síðan notum við volgt handklæði til að opna svitaholurnar og berum á þennan frábæra leirleðjumaska sem umbreytir húðinni. Hann fjarlægir dauðar húðfrumur, sléttir óreglulega áferð og fínar línur og þú færð mýkri og ljómandi húð á aðeins 10 mínútum. Eftir að maskinn er hreinsaður af höldum við áfram með rakakremi og að lokum hýalúrónsýru.
Þessi meðferð hentar fyrir venjulega, blandaða og feita húð en ekki er mælt með henni fyrir þurra og viðkvæma húð.
Verð og tímalengd: 40 mín 8900 kr