Mimos Nudd og Snyrtistofa

Suðurlandsbraut 16

Staðsetning

Suðurlandsbraut 16 - jarðhæð - 108 Reykjavík - sími 5181818

Þjónusta

  • Nuddmeðferðir
  • Líkamsmeðferðir
  • Snyrtimeðferðir
  • Rakarastofan
  • Dekurpakkar & tilboð
  • Förðun

Það er kominn tími á slökun þegar þú hefur ekki tíma.

Hugsaðu vel um líkaman, þú færð bara einn.

Heilbrigð húð, förðun og bros er oft allt sem þarf.

Upplifðu alvöru rakarastofu stemningu.

Dekur, alltaf góð hugmynd og þú átt það alltaf skilið.

Förðun er listin að því að tjá sig.

Ýmiss góð ráð.

Vatn er lífsorkan okkar. Án vatns myndi allt líf á jörðu deyja. Og án þess að ég fari að vera voða djúp hérna að þá vita allir þetta með vatnið, er það ekki annars ?
 

Meiri orka.

Stærsta ástæða þess að við finnum fyrir þreytu og lélegu úthaldi er vökvatap í líkamanum.  Ef þú passar upp á að drekka næginlegt vatn yfir daginn þá skerpir þú einnig einbeitingu og ert fljótari að hugsa.

Heilbrigð húð.

Drekkir þú næginlegt magn af vatni þá ertu að halda réttu rakastigi í húðinni þinni.  Réttur raki í húð kemur í veg fyrir hrukkur og bauga.  Einnig skolar vatnið eiturefnum sem þú hefur innbyrt yfir daginn út úr líkamanum.

Þú grennist.

Að halda réttu vökvamagni í líkamanum passar upp á að öll líffæri virki sem skyldi. Þannig brennir þú einnig fitu.  Og það besta við vatn er að það inniheldur engar kaloríur.

Líkaminn þarfnast vatns.

Vatn hjálpar til við að næring og súrefni ferðist um líkamann og öll okkar nauðsynlegu líffæri. Það heldur réttum líkams hita ásamt því að verja liðina og líffærin.

Munum eftir vatnsflöskunni þegar við förum í vinnu á morgnana og pössum upp á að missa ekki niður vökvan við æfingar.

  • HEIMILD: Heilsutorg.is
Nægur svefn er mikilvægur
Það er öllum nauðsynlegt að ná góðum nætursvefni til að gefa líkamanum tækifæri til að nærast og ná djúpri endurnýjun sem er ein aðal undirstaðan fyrir andlega og líkamlega vellíðan.
 

Það er öllum nauðsynlegt að ná góðum nætursvefni til að gefa líkamanum tækifæri til að nærast og ná djúpri endurnýjun sem er ein aðal undirstaðan fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Rannsóknir sýna að ólíkt hugmyndum almennings virðist aðaltilgangur svefns ekki endilega vera að hvíla líkamann því hann hvílist með því að slaka á, eða leggjast upp í sófa án þess að sofna. Heldur hallast vísindin fremur að því að tilgangurinn sé aðallega þörf til að endurnæra huga og heila og styrkja ónæmis- og taugakerfið. Jafnframt fær heilinn bæði hvíld og tækifæri til að vinna úr tilfinningum og hugsunum.

Það er margt sem hefur áhrif á svefn og svefnvenjur, en fæstir eru að taka eftir því hvað truflar svefn þeirra. Svefnleysi gerir fólk ruglað, sljótt og einbeitingarlítið og viðbragðsflýtir minnkar til muna. Lítill svefn í margar nætur getur haft í för með sér skynbrenglun, jafnvel ofskynjanir. Einnig geta komið fram breytingar á persónuleika, svo sem að fólk verði óvenju uppstökkt og ört. Alvarleg og þrálát svefnröskun eykur líkur á heilsukvillum, s.s. þunglyndi, sýkingum, of háum blóðþrýstingi, streitu, offitu svo nokkuð sé nefnt.

Hvað er svefn? 

Svefn er eðlilegt stig meðvitundarleysis, þegar rafmagnsboð heilans eru taktfastari en á vökustigi og bregðast síður við utanaðkomandi áreiti. Það eru tvö grunnstig svefns, þ.e. djúpsvefn (non-REM) þegar endurnýjun á sér stað, en það stig er truflað af tímabilum svefns með hröðum augnhreyfingum (Rapid Eye Movement- REM) þegar flestir draumar eiga sér stað. Það svefnstig sem talið er sérstaklega mikilvægt fyrir breytingar á taugakerfinu, svo sem við myndun nýrra minninga, kallast REM-svefn (e. REM sleep, einnig kallaður bliksvefn eða draumsvefn). Dýr sem sífellt eru vakin af REM-svefni, en fá að öðru leyti að sofa óáreitt, eiga erfiðara með að læra nýja hluti. REM-svefn virðist einnig skipta máli fyrir minni og nám hjá mönnum. Til að mynda eyða námsmenn í prófum meiri tíma í REM-svefn en á öðrum tímum árs. Sömuleiðis fer hátt hlutfall svefns bráðgera barna í REM-svefn en lágt hlutfall svefns þroskaheftra barna. Margir halda því fram að þetta sé vegna þess að í REM-svefni styrkjast nýjar minningar og tengjast við eldri. Þess vegna skýrist algengi drauma á þessu svefnstigi ef til vill af því að verið er að „taka til“ í heilanum.

Hvað þarf mikinn svefn? 

Það er einstaklingsbundið hve mikinn svefn manneskja þarf. Mælt er með að flestir fullorðnir fá a.m.k. 7-8 tíma svefn til að ná fullri endurnýjun og hvíld, en tíminn minnkar eftir því sem fólk eldist (flestir aldaraðir þurfa um 6-7 tíma). Sumir sérfræðingar segja að við þurfum meira en aðrir segja að við komumst vel af með minna, það er enn verið að rannsaka þetta. Þú getur prufað hvað hentar þér með að athuga hvernig þér líður og gengur við dagleg störf eftir mismunandi langan svefn.

Unglingar eru í örum vexti og þurfa a.m.k. 9 tíma svefn og það á sömuleiðis við um 9-12 ára börn, 6 - 9 ára þurfa um 10 klukkutíma og 3-6 ára ættu að sofa frá 10-12 tímum á nóttu. Smábörn á aldrinum 1-3 ára þurfa um 10-14 tíma svefn og börn sem eru yngri en eins árs þurfa jafnframt einhvern svefn að degi til.

Heimild: heil.is

 

Hugleiðsla er aðferð til að leiða hugann í ákveðna átt, hægja á hugsunum og finna innri ró. Það má segja að hugleiðsla sé þjálfun fyrir hugann, þjálfun í efla einbeitingu og skerpa á athygli. Í dag eiga margir erfitt með einbeitingu þar sem mikið áreiti er á hugann. Hugleiðsla er því árangursrík leið til þess að efla einbeitingu sína. 

Til eru fjölmargar leiðir til að hugleiða og eru hugleiðslusögur, eins og þær sem við hjá Hugarfrelsi notum, sú leið sem hentar börnum og byrjendum afskaplega vel. Auðvelt er að sjá fyrir sér hugarferðalagið sem hugleiðslan byggir á. Hugleiðslusögurnar eru mjög myndrænar og ýta undir ímyndunaflið sem er því miður á undanhaldi í þeim hraða heimi sem við búum í. Maður gleymir stund og stað, kemst í betra jafnvægi, endurnýjar orku sína og sjálfsmyndin eflist.

Hvenær er gott að nota hugleiðslu?

  • Til að róa hugann
  • Til að þjálfa ímyndunaraflið og efla sköpunarkraft
  • Þegar áreitið er mikið
  • Þegar efla þarf einbeitingu
  • Til að auka núvitund, jafnvægi og innri ró
  • Fyrir svefn

Holl og fjölbreytt fæða er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan. Hvatt er til þess að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi og velja fyrst og fremst matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi, svo sem grænmeti, ávexti, gróft kornmeti, belgjurtir, jurtaolíu, fituminni mjólkurvörur, fisk, þorskalýsi, magurt kjöt og fleira.

Jafnvægi milli næringarefna er mikilvægt og það verður best tryggt með fjölbreyttu og hollu fæði. Fæðubótarefni eru oftast óþörf en Íslendingar, eins og aðrir sem búa á norðlægum slóðum, þurfa að taka D-vítamín sérstaklega sem fæðubótarefni, annaðhvort lýsi eða D-vítamíntöflur. Jafnframt er konum sem geta orðið barnshafandi ráðlagt að taka fólattöflu daglega. Hér á síðunni eru nánari ráðleggingar um mataræði og næringarefni fyrir fullorðna.

Heimild: Landlæknisembættið

 

Regluleg hreyfing er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega heilsu og vellíðan. Hreyfing er ekki aðeins mikilvæg til að sporna gegn fjölmörgum sjúkdómum, heldur veitir hún styrk til að takast á við dagleg verkefni og stuðlar að betri svefni og hvíld almennt. Þekkt er að hreyfing er öflugt vopn gegn streitu.

Mikilvægt er að fullorðnir takmarki kyrrsetu og hreyfi sig í samræmi við ráðleggingar um hreyfingu. Megin ráðleggingin er að fullorðnir stundi miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Heildartímanum má skipta í styttri tímabil yfir daginn.

 

Margir kannast við að reyna að koma hreyfingu inn í lífsstílinn sinn en ná ekki að festa það í sessi. Rannsókn var gerð árið 2009 til að skoða hvaða þættir væru mikilvægir til að ná að gera hreyfingu að lífsstíl. Þegar skoðað var hvaða einstaklingar það væru sem stunduðu hvað mesta hreyfingu í daglegu lífi þá voru það þeir sem höfðu ánægju af hreyfingunni og fannst hún skemmtileg. Þeir sem stunduðu hvað minnst af hreyfingu voru þeir sem hreyfðu sig fyrst og fremst til að auka lífsgæði og bæta heilsufar.

Þetta segir okkur að ef hreyfingin er „eingöngu” stunduð til að auka lífsgæði og bæta heilsufar erum við ólíklegri til að ná að viðhalda henni. En ef okkur finnst hreyfingin skemmtileg og hún veitir okkur gleði og vellíðan er töluvert líklegra að við náum að stunda hana til lengri tíma litið. Mikilvægt er að leggja áherslu á að finna hreyfingu sem við höfum gaman af og þá aukast líkurnar á að við náum að halda reglubundinni hreyfingu inni í lífsstíl okkar.

HEIMILD: Velvirk.is

 

Kondu til okkar á Mimos, það er ekki flókið enda er slagorð okkar:

Besta gjöfin fyrir Líkama, huga og sál.

 

Sjáumst á Suðurlandsbrautinni eða á nýju stofunni okkar í Hafnarstræti 5, 101 Reykjavík.

Slide info
Slide info
Slide info
Slide info
Slide info
Slide info

Ýmisir kostir okkar hjá Mimos

Stuðningur alla leið.

Við erum ekki læknar en við veitum góð ráð til heilbrigðis.

Vel þekkt vörumerki.

Við gefum engan afslátt af kröfum okkar um gæði.

Þú færð það sem þú borgar fyrir.

Við erum ekkert endilega ódýrust en við viljum vera best.

Nýjungar

Við hjá Mimos höfum alltaf verið fljót að tileinka okkur nýjungar.

Fagfólk Mimos

Starfsfólk Mimos temur sér fagmennsku og er í stöðugri þjálfun.

Tryggir viðskiptavinir

Við vitum að við erum að gera vel þegar við sjáum sama fólkið koma til okkar svo árum saman.

Apply Now

Leave us a message with any question regarding our franchise opportunity and we will get back to you as soon as possible.

[contact-form-7 id="1102" title="wedding form"]
Slide
Slide
Slide
Slide
Slide
Slide
Það sem við fáum að heyra.

"Aldrei liðið betur, eins og ég svífi út"

“Hingað kem ég aftur og aftur....”

“Mér líður svo vel hérna og héðan fer ég alltaf endurnærð. ”

"Fallegustu og bestu vörur sem ég hef notað"

"þið eruð yndislegar"

"Allir sem koma heim spyrja hvar í hafi fengið þessar vörur"

Algengar Spurningar

Hér eru ýmsar spurningar sem við fáum reglulega og vonandi þau svör sem þú leitar eftir.  Ef ekki þá skaltu ekki hika við að hringja í okkur í síma 5181818 eða senda okkur línu á [email protected]

Það er lítið mál: Auðveldast er að bóka hér á síðunni með því að smella á hnappinn "Bóka tíma" en auðvitað geturðu líka hringt í okkur í síma 5181818 eða sent okkur línu á [email protected]

Auðvitað getur það alltaf gerst en þá er mikilvægt að þú látir okkur vita sem allra fyrst því ákveðinn starfsmaður gerir ráð fyrir þér á áætluðum tíma. í slíkum tilfellum er alltaf best að láta okkur vita í síma 5181818

Við hjá Mimos erum lausnarmiðuð og því eru nokkrir möguleikar í stöðunni.  Þú gætir komið á annan hvorn staðinn okkar og fengið það afhent þar, þú gætir líka beðið okkur um að senda þér eða þeim sem þú ætlar að gera með pósti. Ef tíminn er knappur eða sá heppni eða heppna býr ekki í nágreni við þig þá er hægt að fá gjafakortið sent rafrænt með tölvupósti.

Við reyndum að koma sem allra flestu fyrir á síðunni en ef þú finnur ekki svarið þá er lítið mál að hringja í okkur í síma 5181818 eða senda okkur línu á [email protected] og við svörum öllum þínum fyrirspurnum með bros á vör.


Hlökkum til að heyra frá þér.